Karfan er tóm.
- Deildir
- Fréttir & Greinar
- Fræðsla & Forvarnir
- Félagið
- Miðlar & Myndefni
- Ábending um heiðursmerki
- Þór TV
Höfðingleg gjöf.
Í þriðjudag var opið hús í félagsheimilinu Hamri í tilefni af 107 ára afmæli Íþróttafélagsins Þórs sem var reyndar á mánudaginn en félagið er stofnað 6 júní árið 1915.
Sigfús Ólafur Helgason kom með stílabók sem á sér mjög merkilega sögu en bókin er 105 ára gömul og var í eigu stofnanda og fyrsta formanns Íþróttafélagsins Þórs Friðriks Sigurðar Einarssonar.
Í þessa stílabók ritaði Friðrik með eigin rithendi danska stíla er hann stundaði nám í Menntaskólanum í Reykjavík veturinn 1916 - 1917 en þar stundaði friðrik nám og hugðist nema læknisfræði.
Bók þessa hefur átt og varðveitt í áratugi Einar Malmquist sem er bróðursonur Friðriks. Kom Einar á dögum að máli við til Sigfús fyrrum formann Þórs og spurði hvort Þór hefði eitthvað með svona að gera.
Í samtölum þeirra Einars og Sigfúsar varð það ofaná að afhenda félaginu bókina til eignar og varðveislu á afmæli félagsins.
Bókin er mjög dýrmæt minning um drenginn Friðrik Sigurð Einarsson sem átti sér stóra drauma og einungis á fimmtánda ári stofnaði Íþróttafélagið Þór ásamt nokkrum félögum sínum þann 6. júní árið 1915.
Sigfús hélt smá tölu við afhendingu bókarinnar í gær og fór yfir sögu Friðriks, en örlög hans urðu öllum mikill harmur, en hann lést einungis 17 ára að aldri úr lungnabólgu þann 23. mars árið 1918.
Einnig las Sigfús góða samantekt eftir Pál Jóhannesson sem hafði tekið saman stutt ágrip um Friðrik og af upphafinu þegar Þór var stofnað.
Það var formaður Íþróttafélagsins Þórs, Þóra Pétursdóttir sem veitti bókinni viðtöku.
Íþróttafélagið Þór þakkar gefanda bókarinnar, Einari Malmquist kærlega fyrir þessa dýrmætu gjöf og heitir því að bókin verði varðveitt á góðum stað í Hamri og haldi á lofti um langa framtíð sögu drengsins góða, Friðriks Sigurðar Einarssonar sem átti sér svo stóra drauma sem því miður rættust ekki og grimm örlög gripu þar inn í.
Blessuð sé minning Friðriks Sigurðar Einarssonar.