Karfan er tóm.
- Deildir
- Fréttir & Greinar
- Fræðsla & Forvarnir
- Félagið
- Miðlar & Myndefni
- Ábending um heiðursmerki
- Þór TV
Íþróttafélagið Þór fagnar í dag 107 ára afmæli sínu.
Þór var stofnað 6.júní 1915 af Friðriki Sigurði Einarssyni sem var þá 15 ára gamall.
Stofnaði hann félagið ásamt nokkrum vöskum drengjum á Oddeyrinni á Akureyri og var félagið stofnað í kringum fótboltaiðkun drengjanna. Aðeins voru drengir í félaginu til að byrja með en fljótlega fóru drengir og stúlkur að iðka íþróttir undir merkjum félagsins og hefur félagið vaxið jafnt og þétt alla daga síðan.
Íþróttafélagið Þór er elsta starfandi íþróttafélagið á Akureyri. Að mörgu leyti má segja að starfið blómstri sem aldrei fyrr um þessar mundir en félagið hefur á undanförnum árum vaxið sem fjölgreinafélag og eru nú átta íþróttagreinar stundaðar innan félagsins.
Í tilefni dagsins verður afmæliskaffi í Hamri á morgun, þriðjudaginn 7.júní milli kl. 14:00 og 17:00.
Við óskum öllum Þórsurum nær og fjær til hamingju með daginn okkar og hvetjum félagsmenn og aðra velunnara félagsins til að líta við í Hamri á morgun.