Karfan er tóm.
- Deildir
- Fréttir & Greinar
- Fræðsla & Forvarnir
- Félagið
- Miðlar & Myndefni
- Ábending um heiðursmerki
- Þór TV
Jón Stefán Jónsson hætti störfum hjá Íþróttafélaginu Þór núna í nóvember þegar honum bauðst starf við þjálfun fyrir sunnan.
Jón Stefán var ráðinn í nýtt starf íþróttafulltrúa Þórs síðsumars 2019 og gegndi því starfi meðfram þjálfarastörfum, meðal annars sem aðstoðarþjálfari karlaliðs Þórs í knattspyrnu og nú síðast sem annar aðalþjálfara hjá Þór/KA. Áður hafði hann um árabil starfað við þjálfun yngri flokka hjá Þór, með hléum.
Hann gegndi starfi íþróttafulltrúa Þórs fram til 1. maí á þessu ári, en hélt síðan áfram sem verkefnastjóri eftir að Linda Guðmundsdóttir tók við starfi íþróttafulltrúa. Eftir starfslok hjá Þór/KA í haust bauðst honum spennandi þjálfarastarf hjá HK í Kópavogi og óskaði því eftir að hætta störfum hjá Þór.
Íþróttafélagið Þór þakkar Jónsa fyrir störf hans í þágu félagsins og óskar honum velfarnaðar í nýjum verkefnum.