Kjarnafæðimótið rúllar af stað

Undirbúningstímabilið í fótboltanum er í fullum gangi og um helgina hefst fyrsta æfingamót vetrarins hjá meistaraflokki karla þegar hið árlega Kjarnafæðimót fer af stað.

Þór teflir fram þremur liðum í Kjarnafæðimótinu í ár þar sem 2. flokkur karla er með tvö lið. Þór 1 og Þór 2 eru í sitthvorum riðli A-deildar og Þór 3 leikur í B-deild mótsins

A-deild riðill 1

Þór 2

KA 1

KFA

Kormákur/Hvöt/Tindastóll

Magni

A-deild riðill 2

Þór 1

KA 2

KF

Samherjar

Völsungur

B-deild

Þór 3

KA 3

KA 4

 

 

Strákarnir í Þór 2 ríða á vaðið með leik á móti KA í Boganum á föstudagskvöld, 8.desember og hefst leikurinn klukkan 20:00

Tæpum sólarhring síðar, eða klukkan 19:00 laugardaginn 9. desember, er komið að fyrsta leik Þórs undir stjórn Sigurðar Höskuldssonar þar sem Þórsliðið leikur gegn KA 2 í Boganum.

Á myndinni við fréttina má sjá upplýsingar um leiki Þórsliðanna fram til áramóta en alls leika Þórsliðin fimm leiki fyrir jól.

Við hvetjum Þórsara til að fjölmenna á völlinn og fylgjast með strákunum stíga sín fyrstu skref í undirbúningi fyrir Íslandsmótið 2024.