Knattspyrna: Íslandsmeistarar í 2. fl. kvenna U20 annað árið í röð

Sigurreifar með bikarinn ásamt þjálfurunum.

Aftari röð frá vinstri: Jóhann Hreiðarsson þjálfari, …
Sigurreifar með bikarinn ásamt þjálfurunum.

Aftari röð frá vinstri: Jóhann Hreiðarsson þjálfari, Aníta Ingvarsdóttir, Ragnheiður Sara Steindórsdóttir, Eva S. Dolina-Sokolowska, Ísey Ragnarsdóttir, Bríet Fjóla Bjarnadóttir, Kolfinna Eik Elínardóttir, Amalía Árnadóttir, Anna Guðný Sveinsdóttir, Karen Hulda Hrafnsdóttir, Dagbjört Rós Hrafnsdóttir, Rut Marín Róbertsdóttir, Emilía Björk Óladóttir, Pétur Heiðar Kristjánsson þjálfari og Margrét Árnadóttir þjálfari.

Fremri röð frá vinstri: Júlía Karen Magnúsdóttir, Emelía Blöndal Ásgeirsdóttir, Tinna Sverrisdóttir, Emelía Ósk Krüger, Bríet Jóhannsdóttir, Angela Mary Helgadóttir, Hildur Anna Birgisdóttir, Arna Rut Orradóttir, Bryndís Eiríksdóttir og Krista Dís Kristinsdóttir.

Mynd: Ármann Hinrik.
- - -

Stelpurnar okkar í 2. flokki U20 í fótboltanum tryggðu sér í dag Íslandsmeistaratitilinn annað árið í röð. Liðið er að hluta samstarf Þórs/KA við Völsung, Tindastól, Hvöt og Kormák og nefnist Þór/KA/Völ/THK á pappírunum. 

Fyrir leikinn í dag var ljóst að stelpunum nægði að ná sér í eitt stig úr síðustu tveimur leikjunum, en þær ákváðu að vera ekkert að tvínóna við hlutina og tryggðu sér titilinn með 3-0 sigri á Víkingi í dag. Liðið er þar með komið með 33 stig úr 13 leikjum, hefur unnið 11 leiki og tapað tveimur, á eftir að spila einn leik. Selfyssingar eru í 2. sætinu með 28 stig, en eiga aðeins einn leik eftir og geta því mest náð 31 stig.

Það vill reyndar svo skemmtilega til að þessi tvö lið, Þór/KA/Völ/THK og Selfoss munu mætast í úrslitaleik bikarkeppni 2. flokks U20 síðar í mánuðinum. Okkar stelpur eiga því möguleika á að vinna tvöfalt í ár, en þær töpuðu bikarúrslitaleiknum í fyrra á móti FH/ÍH í Kaplakrika. Úrslitaleikurinn í ár fer fram á Greifavellinum. 

Eva S. Dolina-Sokolowska skoraði eina mark fyrri hálfleiksins og staðan var 1-0 alveg þar til á 90. mínútu þegar Bryndís Eiríksdóttir bætti við öðru markinu og tryggði sigurinn. Aðeins mínútu síðar skoraði Ísey Ragnarsdóttir þriðja markið.

Nánar er fjallað um leikinn í máli og myndum á thorka.is.