Knattspyrnuþjálfarar óskast

Unglingaráð knattspyrnudeildar Þórs leitar eftir áhugasömum, skipulögðum og metnaðarfullum einstaklingum til að bætast í þjálfarahópinn okkar í haust.

Ráðið er í stöður fyrir tímabilið 15.okt 2024 - 30.sept 2025.

Nánari upplýsingar er hægt að fá hjá Arnari Geir, yfirþjálfara, arnar@thorsport.is

Öllum umsóknum skal skila á netfangið knattspyrna.unglingarad@thorsport.is

Helstu hæfniskröfur

  • Þjálfaramenntun skilyrði eða tímasett áætlun um að mennta sig sem þjálfari
  • Reynsla af þjálfun og/eða kennslu kostur
  • Samskiptahæfni
  • Jákvætt og uppbyggilegt hugarfar


Umsóknarfrestur er til 1.september. Öllum umsóknum verður svarað og fyllsta trúnaði heitið.

Yngri flokkar Þórs telja um 600 iðkendur um þessar mundir og má nálgast frekari upplýsingar um starfsemina á heimasíðu Þórs með því að smella hér.

Með tilkomu nýs gervigrasvallar á Þórssvæðinu sem verður tilbúinn á vordögum 2025 mun aðstaða til þjálfunar verða í hæsta gæðaflokki hér á landi á Þórssvæðinu.