Karfan er tóm.
- Deildir
- Fréttir & Greinar
- Fræðsla & Forvarnir
- Félagið
- Miðlar & Myndefni
- Ábending um heiðursmerki
- Þór TV
Okkar konur í körfunni eiga fyrir höndum mikilvægan leik í kvöld þegar þær halda í Stykkishólm og mæta liði Snæfells.
Snæfell hefur átt erfitt uppdráttar það sem af er tímabili í Subway-deildinni og hefur ekki náð að vinna leik enn sem komið er. En þær eru þó sýnd veiði en ekki gefin, ef svo má segja, og vonandi að fyrsti sigurleikur þeirra komi ekki í kvöld.
Liðin mættust í Íþróttahöllinni á Akureyri 8. október og lauk þeim leik með öruggum sigri Þórs, 86-47. Þór vann Fjölni í síðustu umferð á laugardag 85-75, en Snæfell mætti liði Grindavíkur í Smáranum á sunnudag og tapaði með 30 stiga mún.
Snæfell er því að spila með aðeins tveggja daga millibili eins og Þórsliðið þurfti að gera í þarsíðustu umferð. Ferðalagið úr Hólminum í Kópavoginn að vísu styttra en frá Akureyri í Garðabæinn.
Jovanka Ljubetic í leik Þórs og Snæfells í Íþróttahöllinni á Akureyri 8. október. Leiknum lauk með sigri Þórs, 86-47. Smellið á myndina til að skoða fleiri myndir úr leiknum. Mynd: Helgi Heiðar Jóhannesson.
Stuðningsmannasveitin var öflug í leik liðanna í Stykkishólmi í apríl og hafði ástæðu til að fagna í leikslok. Okkar fólk hefur vakið athygli fyrir góða stemningu innan og utan vallar í Subway-deildinni í haust. Smellið á myndina til að skoða fleiri myndir úr leiknum í Hólminum. Mynd: Helgi Heiðar Jóhannesson.
Til upprifjunar er hér myndband frá síðustu heimsókn Þórs í Hólminn, en þá tryggði liðið sér sæti í úrslitarimmu 1. deildar og sæti í Subway-deildinni. Þegar upp var staðið fékk Snæfell svo einnig sæti í deildinni þar sem ÍR gaf eftir sitt sæti. Því fóru þrjú lið upp úr 1. deildinni í vor. Stjarnan vann deildina, Þór varð í 2. sæti og fór upp vegna fjölgunar í Subway-deildinni og svo bættist Snæfell við þegar ÍR-ingar gáfu eftir sitt sæti.