Mikið undir þegar Dalvík kemur í heimsókn á morgun

Mynd: Siggi Höskulds og Sveinn Leó, þjálfarar Þórs og lærisveinar þeirra ætla sér ekkert annað en si…
Mynd: Siggi Höskulds og Sveinn Leó, þjálfarar Þórs og lærisveinar þeirra ætla sér ekkert annað en sigur á morgun!

Óhætt er að segja að mikið sé undir hjá okkur Þórsurum þegar nágrannar okkar úr Dalvík/Reyni koma í heimsókn hingað á Vís-völlinn á morgun í Lengjudeild karla í fótbolta kl.14.00. Gestirnir eru fallnir eftir tap í síðustu umferð en því miður erum við Þórsarar ekki alveg lausir við þann möguleika að við fylgjum þeim niður. Staðan er sú að Þór er fjórum stigum á undan Gróttu fyrir þessa næst síðustu umferð. Þór og Grótta mætast svo í lokaumferðinni á heimavelli þeirra Gróttu-manna á Seltjarnarnesi.

Til að forðast hreinan úrslitaleik um að forðast fall þarf Þórsliðið því einfaldlega að vinna Dalvík á morgun, tap þýðir að treysta þarf á að Grótta nái ekki sigri eða jafntefli gegn ÍR á sama tíma. Jafntefli í báðum leikjum þýðir að sjálfsögðu að falldraugurinn svífur burt. Hafa skal  í huga að markatala okkar manna er töluvert betri en Gróttu manna (átta mörk). Það er hins vegar fljótt að breytast þegar lið spila innbyrðis augljóslega.

Eigum við ekki bara að hafa þetta einfalt og vinna þennan leik á morgun! Svo verður staðan metin og liðið okkar ásamt þeim í kringum það er mæta reynslunni ríkari í næsta tímabil þar sem vel við hæfi væri að fara upp enda 110 ára afmæli félagsins á næsta ári.