Naumt tap í Keflavík

Mynd: Þórir Tryggva
Mynd: Þórir Tryggva

Þriðja tap okkar Þórsara í röð í Lengjudeild karla í knattspyrnu kom suður með sjó í gærkvöld þegar við öttum kappi við Keflavík. Suðurnesjamenn voru sterkari aðilinn í fyrri hálfleik undan feykilega sterkum vindi og úrhellis rigningu og var staðan 2-1 eftir hann.

Í síðari hálfleik má teljast með hreinum ólíkindum að Þórsliðið hafi ekki náð að skora á fyrstu 10 mínútunum en að minnsta kosti þrjú dauðafæri fóru þá í súginn. En okkar mönnum tókst að jafna í 2-2 þegar um hálftími lifði leiks. Því miður voru það hins vegar Keflavíkingar sem skoruðu síðasta mark leiksins í uppbótartíma og unnu 3-2.

Frammistaða okkar manna var fín í leiknum en strax í næsta leik er gríðarlega mikilvægt að bæði frammistaða og stigasöfnun fari að hrökkva saman!