Öruggur heimasigur gegn KFG

Mynd - Palli Jóh.
Mynd - Palli Jóh.

Okkar menn í körfuboltanum unnu sigur á KFG í 1.deildinni í körfubolta í kvöld þegar liðin áttust við í Íþróttahöllinni á Akureyri.

Þórsarar náðu yfirhöndinni í fyrsta leikhluta en Garðbæingar gáfust aldrei upp og úr varð hörkuleikur en eftir að okkar menn stigu aftur á bensíngjöfina í fjórða leikhluta lauk leiknum með öruggum heimasigri, 112-94.

Smelltu hér til að skoða leikskýrsluna úr leiknum.

Næsti leikur Þórs er útileikur gegn Skallagrím þann 7.febrúar næstkomandi.

 

Myndir úr leiknum: Palli Jóh. Smellið á myndina til að opna albúmið