Karfan er tóm.
- Deildir
- Fréttir & Greinar
- Fræðsla & Forvarnir
- Félagið
- Miðlar & Myndefni
- Ábending um heiðursmerki
- Þór TV
Á örfáum klukkustundum bárust 150 skráningar í Akureyi Open pílumótið sem píludeild Þórs heldur í febrúar. Deildin auglýsti mótið í byrjun desember og þar með að byrjað yrði að taka við skráningum kl. 18 í dag.
Í auglýsingu fyrir mótið var tekið fram að rúm væri fyrir 128 þátttakendur. Strax á fyrsta klukkutímanum höfðu 105 skráð sig og nú í kvöld voru skráningar orðnar 150. Það er því ljóst að mótshaldarar eru komnir með biðlista í hendurnar og annaðhvort þurfa 22 keppendur að bíða og vona að einhver hætti við eða þá að deildin finni leiðir til að stækka mótið. Í öllu falli er þetta ævintýralegur áhugi á mótinu og tók aðeins örfáar klukkustundir að fylla það og byrja að skrá á biðlista.
Nánar má lesa um mótið í frétt okkar frá því í desember: