Pílukast: Allir velkomnir í pílukast í september

Í september er öllum boðið að koma og prófa pílukast í aðstöðu Píludeilar Þórs í Laugargötu.

Það verður eitthvað fyrir alla hjá Píludeild Þórs í haust/vetur. 

  • Æfingar fyrir krakka og unglinga (10-18 ára) eru farnar afstað. Æfingar eru á mánudögum og miðvikudögum frá kl 17:00 - 18:00. 
  • Almenn opnun á mánudags- og miðvikudagskvöldum frá kl 19:00 - 22:00. Allir velkomnir að koma og kasta í september.
  • Konukvöld hefjast hjá okkur í kvöld (10. sept) og verða annanhvert þriðjudagskvöld til áramóta. Húsið opnar kl 19:30 og opið til kl 22:00. Frítt fyrir allar konur að mæta. Lánspílur á staðnum fyrir þær sem vilja.
  • Virk efri ár er samstarfsverkefni með Akureyrarbæ þar sem allir 60 ára og eldri er boðið að koma til okkar og kasta pílum. Byrjar í lok september og verður 1x í viku.
  • Mótaröð fyrir meðlimi píludeildar Þórs hefst fimmtudagskvöldið 19. september. Keppt verður annanhvern fimmtudag og verða sex keppniskvöld í heildina. Fjögur bestu gilda. Skráning hefst í lok vikunnar. 
  • Hægt er að fylgjast með því sem um er að vera hjá Píludeild Þórs á Facebook síðu deildarinnar.

Aðstaða Píludeildar Þórs er í íþróttahúsinu við Laugargötu. 

Hægt er að senda fyrirspurn á pila@thorsport.is ef eitthvað er.