Karfan er tóm.
- Deildir
- Fréttir & Greinar
- Fræðsla & Forvarnir
- Félagið
- Miðlar & Myndefni
- Ábending um heiðursmerki
- Þór TV
Píludeild Þórs og Matthías Örn Friðriksson hafa framlengt samning um starf hans sem þjálfara píludeildar út árið 2024.
Matthías Örn var upphaflega ráðinn til píludeildarinnar til að sjá um almenna þjálfun og þjálfun afrekshóps deildarinnar í janúar 2023. Samstarfið hefur gengið vel og hafa báðir aðilar nú ákveðið að framhald verði á, að minnsta kosti út yfirstandandi ár.
Lesa má nánar um starf Matthíasar Arnar fyrir píludeild Þórs í frétt hér á vefnum 15. janúar 2023 þegar hann var ráðinn í starf hjá deildinni.
Aðstaða píludeildarinnar er öllum opin á mánudags- og miðvikudagskvöldum 19:30-22:00. Fyrir pílukastara sem hafa áhuga á að gerast meðlimir deildarinnar er rétt að upplýsa að árgjaldið er 20.000 krónur. Hægt er að hafa samband við stjórn deildarinnar í netfanginu pila@thorsport.is. Píludeildin er með Facebook-hóp þar sem hægt er að fylgjast með því sem gerist hjá deildinni.