Karfan er tóm.
- Deildir
- Fréttir & Greinar
- Fræðsla & Forvarnir
- Félagið
- Miðlar & Myndefni
- Ábending um heiðursmerki
- Þór TV
Knattspyrnudeild Þórs hefur náð samkomulagi við portúgalska framherjann Rafael Victor um að leika með Þórsliðinu næstu tvö árin.
Rafael kemur til Þórs frá Njarðvík þar sem hann gerði 13 mörk í Lengjudeildinni á síðustu leiktíð og var þar með þriðji markahæsti leikmaður deildarinnar.
Hann hefur einnig leikið með Þrótti og Hetti/Huginn hér á landi auk þess að hafa spilað sem atvinnumaður í Póllandi og Ísrael auk heimalands síns, Portúgal, á ferli sínum en Rafael er 27 ára gamall.
Rafael Victor
„Ég valdi Þór af því að ég trúi á það verkefni sem þeir eru með í gangi. Ég fann að þeir höfðu virkilega trú á mínum hæfileikum og trúa að ég geti hjálpað þeim að ná markmiðum félagsins. Ég hlakka til að hefja þetta ferðalag,“ segir Rafael Victor.
Sveinn Elías Jónsson, formaður knattspyrnudeildar
„Það er okkur í stjórn knattspyrnudeildar Þórs mikið ánægjuefni að tilkynna að náðst hefur samkomulag við Rafael Victor um að spila með okkur Þórsurum næstu tvö árin.
Síðustu ár hjá Þór hafa verið keyrð áfram á uppbyggingarstefnu og hafa margir ungir leikmenn fengið tækifæri í Þórsliðinu og staðið sig vel. Á því góða starfi hefur verið byggður grunnur að bjartri framtíð og samhliða því að áfram verði spilað á ungum og efnilegum Þórsurum þá teljum við lykilatriði að styrkja leikmannahópinn með auknum gæðum til að skapa samkeppni um hverja leikstöðu og styðja þannig við framþróun liðsins. Velkominn í Þorpið Rafa!“ segir Sveinn Elías
Við tökum undir orð formannsins, bjóðum Rafa velkominn í Þorpið og hlökkum til að fylgjast með honum í baráttunni.