Karfan er tóm.
- Deildir
- Fréttir & Greinar
- Fræðsla & Forvarnir
- Félagið
- Miðlar & Myndefni
- Ábending um heiðursmerki
- Þór TV
Sigurður Oddsson heiðursfélagi Þórs er látinn
Sigurður Oddsson fyrrum formaður Þórs og heiðursfélagi er látinn 77 ára að aldri. Sigurður var tæknifræðingur að mennt og starfaði sem deildarstjóri Vegagerðarinnar á norðausturlandi.
Sigurður var virkur í félagsstarfi hjá Þór og var m.a. formaður á árunum 1980-1984. Undir stjórn Sigurðar urðu miklar breytingar á félagssvæði Þórs og strax á fyrsta ári var fyrsti grasvöllurinn vígður. Á 90 ára afmæli Þórs árið 2005 var Sigurði veitt gullmerki félagsins.
Sigurður var svo gerður að heiðursfélaga í Þór á 105 ára afmæli félagsins í hófi sem haldið var í Hamri 2020.
Sigurður var fæddur 13. September 1944 hann lést síðastliðin laugardag eftir erfið veikindi.
Íþróttafélagið Þór sendir Hrefnu Hagalín eftirlifandi eiginkonu Sigurðar og fjölskyldu þeirra innilegar samúðarkveðjur.