Karfan er tóm.
- Deildir
- Fréttir & Greinar
- Fræðsla & Forvarnir
- Félagið
- Miðlar & Myndefni
- Ábending um heiðursmerki
- Þór TV
Deildakeppni píludeildar Þórs - ITS Macros deildin - hefst mánudaginn 18. september og er skráning hafin í keppnina. ITS Macros er styrktaraðili deildarinnar sem mun bera það nafn.
Áætlað er að spila einn leik í viku og eru meðlimir píludeildar Þórs gjaldgengir í keppnina. Þátttökugjald er 3.500 krónur. Riðlaskipting fer eftir meðaltali keppenda og eru keppendur hvattir til að skrá sig í viðeigandi riðla. Mælt er með að byrjendur skrái sig í Macros Superliga 3 (meðaltal 44,9 og lægra).
Þegar riðlakeppni er lokið fara fjórir efstu í hverjum riðli í útsláttarkeppni og keppa um sigur í riðlinum (1. sæti gegn 4. sæti og 2.sæti gegn 3.sæti.) Sigurvegarar í undanúrslitum mætast í hreinum úrslitaleik. Veitt verða verðlaun fyrir að skora oftast 180 og hæsta útskot í riðlakeppni hjá körlum og konum. Verðmæti vinninga er yfir 300 þúsund krónur.
Stjórn píludeildarinnar mun senda út greiðsluseðla fyrir árgjaldi deildarinnar í byrjun næstu viku og eru félagar hvattir til að greiða gjaldið til að geta tekið þátt í meistaramótum, Íslandsmótum, Novis-deildinni og deildakeppninni, ásamt því að nýta aðstöðu píludeildarinnar til æfinga.