Karfan er tóm.
- Deildir
- Fréttir & Greinar
- Fræðsla & Forvarnir
- Félagið
- Miðlar & Myndefni
- Ábending um heiðursmerki
- Þór TV
Eins og mörg undanfarin ár mun Íþróttafélagið Þór starfrækja Íþrótta- og tómstundaskóla fyrir börn á grunnskólaaldri og eru þau sem hefja skólagöngu í haust gjaldgeng.
Markmið skólans er að bjóða upp á fjölþætta íþrótta- og tómstundaiðkun til að efla líkamlegan, andlegan og félagslegan þroska barnanna, auk þess að auka áhuga barna á útivist og íþróttum.
Við munum bjóða upp á margt skemmtilegt í sumar, td.d. hjólatúra, fjöruferðir, fimleika, boltaíþróttur, frjálsar íþróttir, dans ýmsa leiki, föndur, gönguferðir og ýmislegt annað skemmtilegt. Við endum svo öll námskeiðin á grillveislu.
Boðið verður upp á fimm tveggja vikna námskeið frá kl.08:45 - 12:15 og 12:45 - 16:15.
Þau börn sem dvelja hjá okkur allan daginn fá fría pössun í hádeginu.
Börnin þurfa að hafa með sér nesti að heiman og leggur skólinn mikla áherslu á að nestið sé hollt og orkuríkt.