Karfan er tóm.
- Deildir
- Fréttir & Greinar
- Fræðsla & Forvarnir
- Félagið
- Miðlar & Myndefni
- Ábending um heiðursmerki
- Þór TV
Þór tekur á móti Ármanni
Á morgun föstudag tekur Þór á móti Ármanni í 1. deild karla í körfubolta í leik sem hefst klukkan 19:15.
Þegar liðin mætast situr Ármann í fjórða sæti deildarinnar með 6 stig en Þór er sem fyrr í botnsætinu án stiga.
Sigurleikir Ármanns sem eru þrír komu gegn Skallagrími og Fjölni á heimavelli og útisigur gegn ÍA. Tapleikirnir komu gegn Hrunamönnum (Ú), Álftanes (H) og gegn Sindra (H).
Fremstu leikmenn í liði Ármanns eru Austin Bracey með 19,5 stig, William Thompson 14,2 stig og 11,5 fráköst, Kristófer Már 15,7 stig og 5,3 fráköst, Oddur Birnir 13 stig (einn leikur), Illugi Steingrímsson 11,2 stig.
Hjá okkar mönnum eru eins og áður segir tapleikirnir sex og í þessum leikjum eru aðeins tveir heimaleikir. Hjá okkar mönnum er Tarojae Brake stigahæstur með 22,8 stig, Smári Jónsson 13,7 stig, Toni Cutuk með 13,2 stig og hann er jafnframt með flest fráköst eða 9,3 að meðaltali.
Þórsliðið þarf nú á öllum þeim stuðningi að halda sem í boði er í þeirri baráttu að innbyrgða fyrsta sigur vetrarins. Upplagt fyrir stuðningsmenn að mæta tímanlega og fá sér hamborgara og drykk fyrirleikinn. Borgari og drykkur á 1.500 krónur.
Miðaverð á leikinn er 2.000 krónur en frítt fyrir 16 ára og yngri.
Stuðningsmenn eru hvattir til að fjölmenna á leikinn og styðja Þór til sigurs. Strákarnir okkar þurfa á öllum þeim stuðningi að halda sem í boði er. Stuðningur áhorfenda skiptir miklu máli og getur hreinlega skipt sköpum.
Einnig hvetjum við fólk til þess að kynna sér þá kosti sem fylgja því að vera meðlimur í Sjötta manninum stuðningsmannaklúbb deildarinnar. Um klúbbinn og skráningu má finna á eftirfarandi slóð https://www.thorsport.is/korfubolti/arskort
Fyrir þá sem ekki komast á leikinn þá verður hann í beinu streymi á ÞórTV. Útsendinguna má nálgast með því að smella á þessa slóð https://page.inplayer.com/ThorSportsclub/item.html?id=3457205
Körfubolti er skemmtileg íþrótt – allir á völlinn.
Áfram Þór alltaf, alls staðar