Karfan er tóm.
- Deildir
- Fréttir & Greinar
- Fræðsla & Forvarnir
- Félagið
- Miðlar & Myndefni
- Ábending um heiðursmerki
- Þór TV
Titlarnir halda áfram að streyma í Hamar í yngri flokkum! Í dag unnu stelpurnar í 3.flokki kvenna dramatískan sigur 2-0 á Breiðabliki í úrslitaleik í Bikarkeppni KSÍ sem fram fór á Saltpay vellinum.
Leikurinn í heild var nokkuð jafn en okkar stelpur voru þó aðeins betri ef eitthvað var en Blikar höfðu þó komist næst því að skora þegar þær áttu skot í þverslá.
En á 80 mínútu (leiktíminn er 80 mínútur) skoraði Hildur Anna Birgisdóttir algjört draumamark fyrir ÞórKA með skoti í samskeytin og inn af um 25 metra færi. Eðlilega tóku Blikar áhættu til að reyna að jafna metin en það kom í bakið á þeim er Amalía Árnadóttir skoraði annað mark ÞórsKA í uppbótar tíma með hnitmiðuðu skoti í fjærhornið utarlega í teignum.
Virkilega sætur 2-0 sigur í höfn og óskum við Þórsarar stelpunum og þjálfurum þeirra þeim Birki Hermanni Björgvinssyni, Pétri Heiðari Kristjánssyni, Ágústu Kristinsdóttur og Tiffany McCarty innilega til hamingju með titilinn!