Þór/KA fékk skell í Garðabænum

Upphitun í Garðabænum. Því miður varð slæm byrjun liðinu að falli í þetta skipti.
Upphitun í Garðabænum. Því miður varð slæm byrjun liðinu að falli í þetta skipti.

 

Áttunda umferð Bestu deildar kvenna hófst með leik Þórs/KA og Stjörnunnar í Garðabænum í gær. Þar máttu okkar stelpur þola stórt tap. Liðið er áfram í 7. sæti deildarinnar. 

Stjarnan skoraði tvívegis á fyrstu tíu mínútum leiksins og höfðu yfirhöndina áfram eftir það. Rétt fyrir fyrsta markið hafði Þór/KA reyndar komist í ágætis færi sem ekki nýttist, en fengu svo á sig gagnsókn og óhappamark, síðan annað mark nokkrum mínútum síðar. Leikmenn Stjörnunnar voru meira með boltann og fengu því miður oft nægt pláss og nægan tíma til að athafna sig í sóknaraðgerðum, unnu boltann á miðjunni og sköpuðu þannig oft hættu við mark Þórs/KA. Þegar upp var staðið hafði Stjarnan skorað fimm mörk gegn engu og það urðu lokatölur leiksins. Þetta er fyrsti leikurinn hjá Þór/KA í deildinni í sumar þar sem liðið nær ekki að skora mark.

Leikskýrslan á vef KSÍ. Þór/KA er áfram í 7. sætinu með níu stig eftir átta umferðir. Staðan í deildinni, úrslit leikja og leikjadagskrá á vef KSÍ.

Næsta verkefni er hins vegar í átta liða úrslitum Mjólkurbikarkeppninnar, en Þór/KA mætir liði Selfoss á útivelli föstudaginn 10. júní kl. 18.

Næsti leikur liðsins í Bestu deildinni er heimaleikur gegn KR þriðjudaginn 14. júní kl. 18.