Karfan er tóm.
- Deildir
- Fréttir & Greinar
- Fræðsla & Forvarnir
- Félagið
- Miðlar & Myndefni
- Ábending um heiðursmerki
- Þór TV
Tekið af vef KSÍ - U17 lið karla vann Suður-Kóreu 1-0 í þriðja og síðasta leik liðsins á Telki Cup sem haldið var í Ungverjalandi.
Eftir jafnan leik kom Tómas Óli Kristjánsson boltanum í netið á 78. mínútu og varð það eina mark leiksins. Í hinni viðureign mótsins mættust Ungverjaland og Ítalía sem endaði með 2-2 jafntefli. Íslenska liðið var í öðru sæti á mótinu með 6 stig, aðeins einu stigi á eftir Ítalíu sem voru í fyrsta sæti. Suður-Kórea var í því þriðja með 3 stig og heimamenn, Ungverjar, í fjórða sæti með 1 stig.
Íslenska liðið getur verið stolt af þessum frábæra árangri á Telki Cup æfingamótinu.
Í íslenska hópnum voru Þórsararnir Ásbjörn Líndal Arnarsson, Einar Freyr Halldórsson, Sigurður Jökull Ingvason og Sverrir Páll Ingason sem allir stóðu sig virkilega vel í verkefninu en þeir voru allir í byrjunarliði Íslands í dag í lokaleiknum gegn Suður-Kóreu.
Næst á dagskrá hjá Ása, Einari og Sverri er að klára Íslandsmótið með stæl með Þór en Siggi heldur til Danmerkur þar sem hann gekk nýverið í raðir danska meistaraliðsins Midtjylland.
Þórsararnir eftir sigurleik gegn Ungverjum. Eins og sjá má er Einar Freyr með fyrirliðabandið en hann var fyrirliði íslenska liðsins í tveimur leikjanna.