Karfan er tóm.
- Deildir
- Fréttir & Greinar
- Fræðsla & Forvarnir
- Félagið
- Miðlar & Myndefni
- Ábending um heiðursmerki
- Þór TV
Þeir Tomislav Jagurinoski og Josip Kezic héldu á brott í dag og mun ekki snúa aftur á næsta tímabili.
Tomi var okkur mikill happafengur og féll gríðarlega vel inní hópinn og er drengur góður. En að vera 24 ára einn á Íslandi reyndist honum erfitt og togaði heimalandið í hann. Þar á hann sina fjölskyldu og kærustu. Við óskum honum alls hins besta og hver veit nema hann mæti aftur síðar.
Josip kom til okkar í mjög litlu formi en undir lok timabils var hann verulega farinn að láta að sér kveða og kominn í hörku form. Dróg meðal annars vagninn í fyrri umspils leik okkar við Fjölni og var allt í öllu. En daginn sem hann var að ferðast til Íslands um miðjan janúar fékk hann þær gleðifréttir að eigikona hans var eigi einsömul af þeirra fyrsta barni. Stjórn handknattleiksdeildar ákvað að nýta sér ekki klásúlu í samningi um framlengingu þar sem liðið er með unga og efnilega leikmenn í stöðu leikstjórnanda og ætlum að treysta þeim til verksins næsta tímabil.
Undibúningur fyrir næsta vetur er kominn í farveg og stefnum við á að mæta sterkari til leiks og auðvitað með herdeild ungra leikmanna sem eru árinu ríkari í þessari deild.
Á næstu dögum munu fleiri fréttir berast frá stjórn handknattleiksdeildar.
Áfram Þór