Karfan er tóm.
- Deildir
- Fréttir & Greinar
- Fræðsla & Forvarnir
- Félagið
- Miðlar & Myndefni
- Ábending um heiðursmerki
- Þór TV
Ólafur Ingi Skúlason, landsliðsþjálfari U19 karla, hefur valið hóp sem tekur þátt í fyrstu umferð undankeppni EM 2023.
Ísland er í riðli með Frakklandi, Skotlandi og Kasakstan. Leikið er í Skotlandi dagana 16.-22. nóvember. Tvö efstu liðin ásamt liðinu með bestan árangur í þriðja sæti fara áfram í milliriðla sem leiknir verða í vor. Lokakeppnin fer fram á Möltu 3.-16. júlí 2023.
Í hópnum eru tveir leikmenn Þórs; það eru Aron Ingi Magnússon, sem er á láni hjá ítalska B-deildarliðinu Venezia, og Bjarni Guðjón Brynjólfsson.
Smelltu hér til að sjá hópinn í heild sinni.
Óskum strákunum til hamingju með valið og góðs gengis í verkefninu.