Karfan er tóm.
- Deildir
- Fréttir & Greinar
- Fræðsla & Forvarnir
- Félagið
- Miðlar & Myndefni
- Ábending um heiðursmerki
- Þór TV
Geir Kristinn Aðalsteinsson skrifar:
Herrakvöldsnefndin vill þakka fyrir frábæra mætingu á herrakvöldið. Sérstaklega viljum við þó þakka þeim risastóra hópi sjálfboðaliða sem eyddi frítíma sínum á föstudagskvöldi, laugardegi og sunnudegi í að gera kvöldið mögulegt. Þetta fólk er klúbburinn okkar og klúbburinn okkar er þetta fólk. Það væri að bera í bakkafullan lækinn að telja upp nöfn allra þeirra sem lögðu hönd á plóg en við heiðruðum sérstaklega tvo snillinga úr okkar röðum á kvöldinu sjálfu. Jórunn Eydís Jóhannesdóttir er límið sjálft í þessari hátíð okkar og hún svarar öllum okkar heimskulegu spurningum og óskum með risastórt bros á vör. Brosið hverfur aldrei þrátt fyrir að hún standi vaktina í salnum í 12-14 tíma án pásu. Svo mætir hún með hálfa ættina sína með sér og þvertekur fyrir að þiggja laun fyrir. Takk Jórunn! ❤️
Hinn snillingurinn sem við heiðruðum var svo goðsögnin Gunni Mall en hann lætur af störfum í íþróttahúsinu við Síðuskóla á næstu dögum. Gunni er svo miklu meira en bara starfsmaður íþróttahússins þegar kemur að herrakvöldinu, enda undantekning ef hann er stimplaður inn á meðan hann hjálpar til og reddar ÖLLU. Það verður skrýtið hafa Gunna ekki öskrandi á okkur hlandhausana við uppsetningu og frágang í kringum herrakvöldið næstu árin en við trúum því og treystum að hann mæti og rífi kjaft þó hann verði ekki á vaktinni.
Meðfylgjandi er mynd af þessu frábæra dúói og myndband þar sem enn einn sjálfboðaliðinn Halldór Kristinn Harðarson tryllir lýðinn á ballinu en Dóri hefur aldrei þegið krónu fyrir sína geggjuðu sviðsframkomu. Takk öll sem eitt, DFK