Við áramót - verðlaunahátíð 6. janúar kl. 14

Aðalstjórn Íþróttafélagsins Þórs býður félagsfólki, velunnurum, starfsfólki og iðkendum að mæta í Hamar laugardaginn 6. janúar þar sem kjöri íþróttafólks Þórs 2022 verður lýst. Samkoman hefst kl. 14.

Dagskrá hátíðarinnar verður með hefðbundnu sniði, nema hvað breyting hefur orðið á venjum félagsins við veitingu heiðursmerkja og fá þau sinn veglega sess á afmælisdegi félagsins ár hvert, 6. júní. Vert er að minna á að allan ársins hring geta áhugasöm sent inn tillögur og ábendingar um veitingu heiðursmerkja í gegnum til þess gert form hér á heimasíðunni - ábendingar um heiðursmerki.

Að öðru leyti verður hátíðin með sama sniði og verið hefur. Íslandsmeistarar- og landsliðsfólk verður heiðrað, látinna félaga minnst og kjöri íþróttafólks Þórs lýst.

Við áramót verður í Hamri laugardaginn 6. janúar og hefst kl. 14.

Dagskrá 

  • Nói Björnsson, formaður Þórs, setur samkomuna
  • Íslandsmeistarar og landsliðsfólk heiðrað
  • Látinna félaga minnst, Sigfús Helgason
  • Íþróttafólk deilda Þórs kynnt og heiðrað
  • Kjöri á íþróttafólki Þórs lýst
  • Léttar veitingar

Íþróttafólkið sem tilnefnt er af deildunum og er í kjöri sem íþróttafólk Þórs var kynnt í frétt hér á heimasíðunni rétt fyrir jól: Íþróttafólk Þórs - tilnefningar deilda.

Félagið hvetur Íslandsmeistara og landsliðsfólk til að mæta á athöfnina, sem og alla iðkendur, félagsfólk og velunnara. Tvö lið og einn einstaklingur unnu Íslandsmeistaratitla á árinu, einn í hnefaleikum og tvo í knattspyrnu.

  • Elmar Freyr Aðalheiðarson – hnefaleikar þungavigt (einnig bikarmeistari)
  • 2. flokkur kvenna U20, Þór/KA/Völsungur – knattspyrna – samtals 37 leikmenn
  • 3. flokkur kvenna B-lið, Þór/KA – knattspyrna – samtals 33 leikmenn (einnig bikarmeistarar)

Við áttum einnig landsliðsfólk sem keppti fyrir Íslands hönd með A-landsliði eða yngri landsliðum á árinu, einn í hnefaleikum, eina í rafíþróttum, tvo í pílukasti, þrjú í körfubolta og 19 í knattspyrnu. Eru þá ótaldar stúlkur og konur úr KA/Þór sem spiluðu landsleiki í handknattleik á árinu.

Hér má sjá nafnalista yfir Íslandsmeistara og landsliðsfólk - pdf-skjal.