Garðurinn hans Gústa formlega vígður 27. ágúst
23.08.2022
Garðurinn hans Gústa – glæsilegasti útikörfuboltavöllur landsins – verður formlega vígður og afhentur Akureyrarbæ til eignar og umsjónar laugardaginn 27. ágúst kl. 11:00. Við sama tilefni verður minnisvarði til heiðurs athafnamanninum og körfuknattleiksþjálfaranum Ágústi H. Guðmundssyni afhjúpaður við inngang vallarins.