Karfan er tóm.
- Deildir
- Fréttir & Greinar
- Fræðsla & Forvarnir
- Félagið
- Miðlar & Myndefni
- Ábending um heiðursmerki
- Þór TV
Bríet Fjóla Bjarnadóttir og Hafdís Nína Elmarsdóttir voru fulltrúar Þórs/KA þegar þær léku með U15 ára landsliði íslands í knattspyrnu á UEFA Development móti sem fór fram á Englandi á dögunum.
Íslenska liðið mætti þar Englandi, Noregi og Sviss.
Báðar byrjuðu þær tvo leiki og komu inn á í þeim þriðja og tóku þar með þátt í öllum leikjum liðsins. Hafdís Nína gerði sér lítið fyrir og skoraði eitt mark í 3-5 tapi gegn Englandi í fyrsta leik. Liðið tapaði í kjölfarið gegn Noregi en vann Sviss eftir vítaspyrnukeppni í lokaleik liðsins eftir að staðan hafði verið jöfn 3-3 að lokum venjulegs leiktíma.
Þetta voru fyrstu landsleikir stelpnanna og óskum við þeim til hamingju með áfangann.