Aðalfundur Þórs verður í Hamri fimmtudaginn 27. apríl kl. 17

 

Á fundinum verða venjuleg aðalfundarstörf samkvæmt lögum félagsins. Félagar eru hvattir til að mæta og taka þátt í störfum félagsins.

Í lögum Íþróttafélagsins Þórs, grein 9C, segir, um dagskrá aðalfundar:

  • C) Dagskrá aðalfundar Þórs skal vera þannig:

1. Kosning fundarstjóra og fundarritara.
2. Skýrsla stjórnar félagsins um starfsemi þess síðastliðið starfsár.
3. Skýrsla gjaldkera, ársreikningur lagður fram tilsamþykktar.
4. Starfsemi deilda.
5. Tillögur um lagabreytingar, sem löglega eru fram komnar.
6. Kosningar.
7. Ákvörðun árgjalds.
8. Kosning endurskoðanda.
9. Önnur mál.