Karfan er tóm.
- Deildir
- Fréttir & Greinar
- Fræðsla & Forvarnir
- Félagið
- Miðlar & Myndefni
- Ábending um heiðursmerki
- Þór TV
Fjögur efstu liðin í Ljósleiðaradeildinni, þar sem keppt er í Counter Strike-tölvuleiknum, mættust í Blast umspili í gær. Þórsarar unnu sína viðureign og fara í úrslitaleik í kvöld.
Þrátt fyrir alls konar vendingar og óvænta atburði í kringum leiki og úrslit í Ljósleiðaradeildinni var farið í umspil - íslenska Blast-umspilið eins og það heitir - í gærkvöld. Þórsarar enduðu í 3. sæti deildarinnar og mættu Atlantic, liðinu sem endaði í 2. sæti deildarinnar eftir kærumál og endurtekinn leik hjá aðalkeppinautunum. Í deildinni var nóg að vinna eina viðureign, en í umspilinu er best af þremur. Þórsarar unnu viðureignina í gær, 2-1, og mæta Dusty í úrslitaleik í kvöld kl. 20:30. Viðureignin verður í beinni á Stöð 2 esport og á Twitch-rás Rafíþróttasambandsins.