Ingimar Arnar Kristjánsson var í fyrsta sinn í byrjunarliði meistaraflokks í dag þegar Þór lagði topplið Fylkis 2-1 á Þórsvelli. Ingimar er fæddur árið 2005 og því á yngsta ári 2.flokks
Vilhelm Ottó Biering Ottósson var einnig í byrjunarliðinu en hann lék sinn fyrsta byrjunarliðsleik með meistaraflokki á dögunum. Vilhelm er fæddur árið 2002 og fór upp í gegnum alla yngri flokka félagsins.
Sigurmark Þórs í dag gerði Sigfús Fannar Gunnarsson, fæddur 2002, sem var einnig að leika sitt fyrsta tímabil í meistaraflokki í sumar eftir að hafa farið í gegnum alla yngri flokka félagsins.
Þetta var síðasti leikur tímabilsins hjá Þórsliðinu en í sumar komu sjö leikmenn á 2.flokks aldri við sögu með liðinu.
Á myndinni er Ingimar, til vinstri, að fagna ásamt Ion Perello sem skoraði fyrra mark Þórs i dag. Myndina tók Skapti Hallgrímsson.
Óskum öllum þessum efnilegu drengjum til hamingju með frumraun sína í meistaraflokki í sumar