Karfan er tóm.
- Deildir
- Fréttir & Greinar
- Fræðsla & Forvarnir
- Félagið
- Miðlar & Myndefni
- Ábending um heiðursmerki
- Þór TV
Þórsarinn Egill Orri Arnarsson hélt til Ítalíu á dögunum þar sem hann æfði með og skoðaði aðstæður hjá ítalska úrvalsdeildarliðinu Torino.
Egill Orri var hluti af U15 ára landsliði Íslands í fótbolta sem tók þátt í UEFA Development Tournament í Slóveníu í haust og var í kjölfarið boðið til æfinga hjá ítalska félaginu. Síðastliðið sumar var Egill hluti af Íslandsmeistaraliði Þórs í 4.flokki.
Egill dvaldi á Ítalíu í sex daga og æfði með unglingaliðum Torino við frábærar aðstæður.
Óskum Agli til hamingju með að fá þetta flotta tækifæri.
Egill skoðaði meðal annars heimavöll aðalliðsins, hinn sögufræga Ólympíuleikvang í Torinó sem tekur tæplega 30 þúsund áhorfendur í sæti.