Samningur handsalaður.
Handknattleiksmaðurinn Patrekur Guðni Þorbergsson er genginn til liðs við Þór og mun leika með liðinu í Olís-deildinni næsta vetur.
Patrekur, eða Patti, er markvörður fæddur árið 2007 en hann kemur norður frá HK þar sem hann hefur leikið allan sinn feril.
Hann varði mark HK 2 í Grill 66-deildinni á nýafstaðinni leiktíð og varði næstflest (162) skot af markvörðum deildarinnar en Þórsarinn Kristján Páll Steinsson varði flest skot allra (218).
Við bjóðum Patta hjartanlega velkomin í Þorpið!