Fótboltarútan haustið 2022

SBA sér um aksturinn og í rútunni verður starfsfólk á vegum Þórs.
SBA sér um aksturinn og í rútunni verður starfsfólk á vegum Þórs.

Iðkendum í 6. og 7.flokki stendur til boða að koma með rútu á æfingar úr Giljaskóla, Síðuskóla og Oddeyrarskóla líkt og undanfarin ár. Frítt er í rútuna á haustönn 2022 og þarf ekki að skrá barn í rútu sérstaklega hjá Þór. Skilyrði fyrir því að nýta rútuaksturinn er að gert hafi verið grein fyrir æfingagjöldum.

Mælt er með því að þau börn sem koma í rútuna beint úr frístund láti starfsfólk frístundar vita.

Rúturúnturinn verður sem hér segir frá og með 31.október

7.flokkur karla og kvenna og 6.flokkur kvenna
      13:30 - Oddeyrarskóli
      13:40 - Síðuskóli
      13:50 - Giljaskóli
      14:00 - Boginn
Hjá þessum flokkum er einnig boðið upp á far aftur til baka af æfingum og er rútan þá að skila börnunum af sér á eftirtöldum tímasetningum.
 15:10 - Oddeyrarskóli
      15:20 - Síðuskóli
      15:25 - Giljaskóli
 
Boðið er upp á rútu sem skutlar á æfingu 6.flokks karla en þar er ekki boðið upp á far til baka.
 
Brottfaratímar frá skólunum hjá 6.flokki karla eru sem hér segir.
     
      14:40 - Síðuskóli
      14:50 - Giljaskóli


Smelltu hér til að sjá allar upplýsingar um vetrarstarfið.