Karfan er tóm.
- Deildir
- Fréttir & Greinar
- Fræðsla & Forvarnir
- Félagið
- Miðlar & Myndefni
- Ábending um heiðursmerki
- Þór TV
Á hverju ári fer fram kjör á íþróttafólki Þórs að fengnum tilnefningum frá deildunum. Deildir félagsins hafa frest til og með fimmtud. 8. desember til að senda inn tilnefningar.
Nú líður að því að félagið geri upp árið og velji íþróttakonu og íþróttakarl úr okkar röðum, sem verða svo tilnefnd sem fulltrúar Þórs í kjörinu um íþróttafólk ársins á Akureyri. Tölvupóstur hefur verið sendur til formanna allra deilda með tengli fyrir skráningu, en það eru stjórnir deildanna sem bera ábyrgð á að senda inn tilnefningar, yfirleitt að fenginni tilnefningu þjálfara við val á leikmanni ársins.
Síðasti dagur til að senda tilnefningar til kjörs á íþróttafólki Þórs er fimmtudagurinn 8. desember. Kjöri íþróttafólks Þórs er að jafnaði lýst í athöfninni Við áramót sem haldin er í Hamri, yfirleitt á milli jóla og nýárs eða í upphafi nýs árs. Athöfnin verður nánar auglýst þegar þar að kemur.
Íþróttamaður Þórs hefur verið valinn árlega frá árinu 1990, en það ár tók Ragnar Sverrisson, kaupmaður í JMJ, af skarið og gaf verðlaunagrip sem afhentur var þeim íþróttamanni (karli eða konu) sem varð fyrir valinu. Breyting var gerð árið 2014 og hefur síðan þá farið fram kjör á annars vegar íþróttakonu og hins vegar íþróttakarli Þórs hvert ár. Tilnefningar koma frá deildum félagsins, en það er aðalstjórn sem kýs síðan íþróttafólks í leynilegri kosningu.
Reglugerð um kjör á íþróttafólki Þórs má finna HÉR.