Jólamót Píludeildar Þórs verður haldið föstudagskvöldið 16.desember. Mótið hefst kl. 19:30 og húsið verður opnað kl. 18:30!
Nú er tilvalið að taka sér smá hlé frá jólaundirbúningnum og taka þátt í pílumóti. Píludeild Þórs heldur sitt árlega jólamót föstudagskvöldið 16. desember þar sem spilaður verður 501, tvímenningur. Spilað verður í riðlum og síðan útsláttarkeppni, auk þess sem svokallaður forsetabikar verður í boði fyrir þau lið sem ekki komast áfram upp úr riðlunum.
Þátttökugjald er 2.000 krónur á hvern þátttakanda. Vegleg verðlaun í boði, auk útdráttarvinninga.
Skráning er rafræn -
smellið hér til að opna skráningarformið. Skráningu lýkur kl. 16 á föstudag.
Hér er hægt að fylgjast með skráningunni.