KA/Þór með langþráðan sigur

KA/Þór vann Stjörnuna, næstefsta lið Olís-deildarinnar, með þriggja marka mun í dag. 

KA/Þór hafði eins marks forystu eftir fyrri hálfleikinn, eftir að Stjarnan hafði leitt leikinn næstum alveg frá byrjun, mest með fjórum mörkum. Á síðustu sjö mínútum fyrri hálfleiksins skoraði KA/Þór fimm mörk í röð án þess að Stjörnunni tækist að svara og breytti stöðunni úr 5-9 í 10-9. KA/Þór hélt svo eins til tveggja marka forystu fram í miðjan seinni hálfleik þegar Stjörnunni tókst að jafna í 15-15. Áfram var jafnt 16-16 og 17-17, en þá náði KA/Þór aftur tveggja marka forystu, 19-17 þegar rúmar fimm mínútur voru eftir og lönduðu að lokum þriggja marka sigri, 21-18.

Þetta var þriðji sigurinn hjá KA/Þór í deildinni í vetur og virkilega kærkominn því síðasti sigur kom 15. október. Stigin skipta sérlega miklu máli núna þar sem baráttan í neðri hluta deildarinnar er jöfn og spennandi. Þessi sigur var líka gegn næstefsta liði deildarinnar, Stjörnunni.

Unnur Ómarsdóttir og Rut Arnfjörð Jónsdóttir spiluðu báðar með KA/Þór í dag, en báðar höfðu misst úr nokkra leiki vegna meiðsla. Unnur kom inn í síðasta leik, 3. desember, en hafði þá ekki spilað leik síðan 15. október og misst úr fjóra leiki. Rut spilaði síðast leik 12. nóvember, en hafði áður misst úr þrjá leiki. Þessar tvær skoruðu rúmlega helming marka KA/Þórs í dag, Rut var með sjö og Unnur fimm.

Mörk og varin skot

KA/Þór
Mörk: Rut Jónsdóttir 7 (3 víti), Unnur Ómarsdóttir 5, Nathalia Soares 4, Júlía Björnsdóttir 2, Lydía Gunnþórsdóttir 2, Lólveig Lára Kristjánsdóttir 1.
Varin skot: Matea Lonac 14 (43,8%).

Stjarnan
Mörk: Elísabet Gunnarsdóttir 5 (1 víti), Helena Rut Örvarsdóttir 5, Lena Margrét Valdimarsdóttir 2, Anna Karen Hansdóttir 2, Stefanía Theodórsdóttir 2, Britney Cots 1, Eva Björk Davíðsdóttir 1.
Varin skot: Darija Zecevic 7 (25%).

Tölfræði leiksins á Hbstatz.is.
Leikskýrslan á vef HSÍ.

KA/Þór er í sjött sæti deildarinnar, komnar með sex stig. Haukar unnu Selfoss í dag og fóru í átta stig, en Selfoss áfram sæti neðan en KA/Þór með fjögur stig. HK er á botninum með tvö stig.