Karfan er tóm.
- Deildir
- Fréttir & Greinar
- Fræðsla & Forvarnir
- Félagið
- Miðlar & Myndefni
- Ábending um heiðursmerki
- Þór TV
Naumt tað Þórs gegn liði Álftanes þegar liðin mættust í fyrstu umferð 1. deildar karla í körfubolta lokatölur 90:85. Þórsarar voru lengi í gang og voru átta stigum undir eftir fyrsta leikhlutann 24:16 og heldur seig á ógæfuhliðina í öðrum leikhluta en um tíma höfðu heimamenn átján stiga forskot 43:25. Og verður að segja að það hafi verið dýrt að missa heimamenn svo langt fram úr og tekið of mikla orku að vinna það upp. Heimamenn leiddu með tólf stigum í hálfleik 51:39.
Þórsarar léku mun betur í síðari hálfleik og þegar 2:13 voru eftir af leiknum hafði Þór jafnað leikinn 82:82 og allt gat gerst. Heimamenn reyndust sterkari á lokakaflanum og lönduðu fimm stiga sigri 90:85.
Þór lék í kvöld án fyrirliðans Kolbeins Fannars og þá var Zak Harris ekki með.
Bestur í liði heimamanna var fyrrum leikmaður Þórs, Dúi Þór en hann skoraði 24 stig tók 10 fráköst og var með 9 stoðsendingar. Cedrick Bowen var með 21 stig og 6 fráköst. Ásmundur Hrafn 12 stig, Dino 10, Pálmi Geir 8, Ragnar Jósef 7, Snjólfur Marel 5 og Eysteinn Bjarmi 3.
Hjá Þór var Tarojae Brake með 30 stig og 9 fráköst. Aðrir, Toni Cutuk 19/9/4, Smári Jónsson 12/2/1, Páll Nóel 9/1/1, Baldur Örn 8/11/4 og Hlynur Freyr 7/11/2. Bergur Ingi og Róbert Orri komu einnig við sögu en náðu ekki að skora.
Næsti leikur hjá Þór verður heimaleikur gegn ÍA föstudagskvöldið 30. september og hefst sá leikur klukkan 19:15.
Áfram Þór alltaf, alls staðar