Karfan er tóm.
- Deildir
- Fréttir & Greinar
- Fræðsla & Forvarnir
- Félagið
- Miðlar & Myndefni
- Ábending um heiðursmerki
- Þór TV
Um síðastliðna helgi eignuðumst við Þórsarar Íslandsmeistara í pílukasti. Þórsarinn Óskar Jónasson gerði sér lítið fyrir og vann í 301 einmenning í pílukasti sem fram fór á Bullseye í Reykjavík.
Hópferð var frá Píludeild Þórs en 13 keppendur mættu til leiks frá Píludeild Þórs, 11 karlar og 2 konur.
Í karlaflokki var keppt í 8 riðlum og fóru fjórir frá Píludeild Þórs uppúr riðlum í 32 manna úrslit. Þeir Óskar Jónasson, Viðar Valdimarsson, Sigurður Þórisson og Valþór Atli.
Óskar Jónasson og Valþór Atli mættust í 32 manna úrslitum og sigraði Óskar leikinn 4-2. Óskar vann svo Svein Skorra í 16 manna úrslitum 4-3, Friðrik Diego í 8 manna úrslitum 5-1 og Hallgrím Egilsson 6-4 í undanúrslitum. Í úrsitum mætti hann Birni Andra frá Píludeild Magna Grenivík í frábærum úrslitaleik. Óskar sigraði 7-5 en leikurinn var æsispennandi og skemmtilegur fyrir þá sem voru að horfa.
Við óskum Óskari innilega til hamingju með Íslandsmeistaratitilinn!
Í kvennaflokki var keppt í tveimur 8 riðlum og tóku Hrefna Sævarsdóttir og Erika Mist Arnarsdóttir þátt fyrir Píludeild Þórs. Hrefna gerði sér lítið fyrir og komst í undanúrslit en datt út á móti Ingibjörgu Magnúsdóttur en Ingibjörg hefur unnið mótið síðustu 4x skipti. Leikurinn endaði 6-4 en Hrefna komst í 2-0. Ingibjörg svaraði með því að vinna næstu fimm leggi. Hrefna komst aftur inn í leikinn með því að vinna næstu tvo leggi og staðan orðin 5-4 fyrir Ingibjörgu. Ingibjörg kláraði svo leikinn 6-4.
Hrefna getur þó gengið sátt frá borði og endaði hún í 3.-4. sæti.
Stjórn Píludeildar Þórs þakkar fyrir frábært mót og það er alveg á hreinu að pílukast er á réttri leið á Akureyri. Við minnum á að allir eru velkomnir að prófa að koma og kasta í aðstöðunni okkar að Laugargötu á mánudags- og miðvikudagskvöldum frá kl 19-22. Píludeild Þórs er svo á Facebook undir Píludeild Þórs og á Instagram (piludeildthor).
Leyfum nokkrum myndum að fylgja með frá mótinu:
Keppendur frá Píludeild Þórs, frá vinstri: Sigurður Þóris, Garðar Þóris, Viðar, Hrefna, Davíð, Valþór, Tómas, Óskar og Jón Svavar. Á myndina vantar Edgars og Eriku.
Valþór Atli
Hrefna Sævarsdóttir
Viðar Valdimarsson
Garðar Gísli Þórisson
Óskar Jónasson, Íslandsmeistari.