Pílukast: Meistaramót í 501 tvímenning - uppgjör

Frábær mæting var á meistaramótið
Frábær mæting var á meistaramótið

Meistaramót í 501 tvímenning fór fram í aðstöðu píludeildar Þórs síðustu helgi. Meistaramótið átti að fara fram í lok síðasta árs en vegna óviðráðanlegra aðstæðna þurfti að fresta mótinu og því tilheyrir það síðasta ári (2024). Góð þátttaka var í mótið og gekk mótið með eindæmum vel. 

Keppt var í karla- og kvennaflokki og voru 24 pör sem mættu til leiks, 18 í karlaflokki og 6 í kvennaflokki. Keppt var í riðlum og svo útslætti. 

Í karlaflokki var keppt í fjórum riðlum og efstu fjögur liðin fóru áfram í 16 liða úrslit.

Sigurvegarar síðasta árs, Viðar Valdimarsson og Sverrir Freyr duttu út í 16 manna úrslitum á móti Jón Erni og Thanh Nguyen, 1-4.

Í 8 manna úrslitum voru úrslitin eftirfarandi:

  • Hjörtur Geir & Ingi Hrannar unnu 4-0 sigur á Jóni Erni & Thanh Nguyen
  • Davíð Odds & Valþór Atli unni 4-0 sigur á Aðalsteini Þorlákssyni & Aðalsteini Helgasyni
  • Óskar Jónasson & Friðrik Gunnarsson unnu 4-2 sigur á móti Jason Wright & Mike Reinhold
  • Sigurður Fannar & Sigurður Þórisson unnu 4-0 sigur á Einari Helga & Björgvini Gunnarssyni 

Í undanúrslitum mættust Valþór Atli & Davíð Odds og Hjörtur Geir & Ingi Hrannar. Leikurinn var kaflaskiptur en Hjörtur og Ingi unnu fyrstu þrjá leggina, Valþór og Davíð voru þó ekki af baki dottnir og komu leiknum í oddalegg. Það voru Hjörtur og Ingi sem höfðu betur í oddaleggnum og tryggðu sér farseðil í úrslitaleikinn með 5-4 sigri. Í hinum undanúrslitaleiknum voru það Óskar og Friðrik sem mættu nöfnunum, Sigurði Fannari og Sigurði Þórissyni. Það fór svo að Óskar og Friðrik sigldu lygnan sjó í leiknum og unnu öruggan 5-0 sigur. 

Úrslitaleikurinn var hin mesta skemmtun og skiptust liðin á því að vinna fyrstu fjóra leggina og allt hnífjafnt. Það voru svo Óskar og Friðrik sem settu í næsta gír og unnu 6-4 sigur. Óskum þeim innilega til hamingju með titilinn.

Friðrik og Óskar sigurvegarar     Hjörtur og Ingi Hrannar 2.sæti

Í kvennaflokki voru sex lið sem skráðu sig til leiks. Keppt var í einum riðli og fóru efstu fjögur liðin áfram í undanúrslit.

Í undanúrslitum kvenna voru úrslitin eftirfarandi:

  • Ólöf & Kolbrún mættu Guðrúnu & Eriku. Leikurinn var hin mesta skemmtun en það fór svo að Ólöf og Kolbrún voru sterkari á lokasprettinum og unnu á endanum 4-2 sigur.
  • Dóra & Sunna mættu Freyju & Ölmu í hinum undanúrslitaleiknum. Dóra og Sunna spiluðu vel og unnu öruggan 4-0 sigur.

Í úrslitaleiknum voru það Dóra og Sunna sem byrjuðu af krafti og unnu fyrstu þrjá leggina og komu sér í þægilega stöðu. Liðin unnu svo leggi til skiptis og fór það svo að Dóra og Sunna sigruðu 6-3. Óskum þeim innilega til hamingju með titilinn.

Dóra og Sunna sigurvegarar!         Ólöf og Kolbrún 2.sætið

Hægt er að skoða úrslit allra leikja ásamt tölfræði úr mótinu á heimasíðu Dartconnect, karlaflokkur - kvennaflokkur.

Mótinu var streymt á Youtube í samstarfi við Live Darts Iceland og voru tvö streymi í þráðbeinni allt kvöldið.

Stjórn píludeildar Þórs þakkar fyrir vel sótt meistaramót og góða skemmtun. Hvetjum við þá sem hafa áhuga á að kasta pílum hjá píludeild Þórs að hafa samband (pila@thorsport.is) og fá frekari upplýsingar. Aðstaðan er opin á mánudags- og miðvikudagskvöldum frá kl 19:30 - 22:00.

Æfingar fyrir krakka og unglinga eru komnar á fullt og eru æfingar á mánudögum og miðvikudögum frá kl 17:00 - 18:00. Nánar á Sportabler undir pílukast.