Karfan er tóm.
- Deildir
- Fréttir & Greinar
- Fræðsla & Forvarnir
- Félagið
- Miðlar & Myndefni
- Ábending um heiðursmerki
- Þór TV
Húsvíkingurinn Rafnar Máni Gunnarsson er genginn til liðs við knattspyrnulið Þórs frá uppeldisfélagi sínu, Völsungi.
Rafnar Máni er tvítugur að aldri, fæddur árið 2002, og gerir samning til ársins 2025.
Rafnar er fjölhæfur leikmaður sem skoraði 4 mörk í 19 leikjum fyrir Völsung í 2.deildinni á síðasta tímabili. Þrátt fyrir ungan aldur býr Rafnar yfir töluverðri meistaraflokksreynslu en hann hefur leikið 100 leiki fyrir meistaraflokk Völsungs.
Smelltu hér til að skoða KSÍ feril Rafnars.
Við bjóðum Rafnar Mána hjartanlega velkominn í Þorpið og hlökkum til að sjá hann þreyta frumraun sína í Þórstreyjunni.