Karfan er tóm.
- Deildir
- Fréttir & Greinar
- Fræðsla & Forvarnir
- Félagið
- Miðlar & Myndefni
- Ábending um heiðursmerki
- Þór TV
Lokakvöld í Liðamóti Nice Air og Píludeildar Þórs fór fram síðastliðinn fimmtudag með úrslitaleik liðanna Skíðagrill og 60 á gólfinu.
Mótið hófst þann 6. október og spilað vikulega. Þrettán lið með 78 liðsmenn innanborðs tóku þátt og spiluðu í tveimur riðlum. Fjögur efstu lið úr hvorum riðli fóru í útsláttarkeppni, 8 liða úrslit, en þau lið sem ekki náðu inn í átta liða úrslitin kepptu um svokallaðan forsetabikar. Báðar úrslitaviðureignirnar fóru fram síðastliðið fimmtudagskvöld.
Að miklu var að keppa í sjálfum úrslitaleiknum, en liðsmenn í sigurliðinu fengu 20.000 króna gjafabréf hver frá Nice Air, sem var aðalstyrkjandi mótsins. Skíðagrill stóð uppi sem sigurvegari og lokatölurnar 8-5.
Í úrslitaleik um forsetabikarinn mættust lið sem kalla sig Team Siggi Binni og Er Jói í landi? og varð sá leikur gríðarlega spennandi að því er fram kemur á Facebook-síðu Píludeildarinnar. Er Jói í landi? náði sigrinum í lokaleiknum, lokatölur 7-6, en fyrir lokaleikinn var liðið 5-6 undir.
Á myndinni sem fylgir neðst í fréttinni má sjá úrslit viðureigna í átta liða úrslitum og undanúrslitum, sem og í keppni um forsetabikarinn.
Skíðagrill - sigurlið Liðamóts Píludeildar 2022. Stefán Þór, Jason Wright, Sigurður Fannar Stefánsson og Snæbjörn Ingi Þorbjörnsson. Á myndina vantar Inga Þór Stefánsson og Arnar Freyr. (Fréttaritari thorsport.is hefur ekki full nöfn allra liðsmanna og mega kunnugir gjarnan senda ábendingu um þau á ritstjorn@thorsport.is.)