Karfan er tóm.
- Deildir
- Fréttir & Greinar
- Fræðsla & Forvarnir
- Félagið
- Miðlar & Myndefni
- Ábending um heiðursmerki
- Þór TV
Kjarnafæðimótið í fótbolta hófst í gær með leik aðalliðs KA og 2.flokks liðs Þórs.
KA, undir stjórn Hallgríms Jónassonar, fyrrum leikmanns Þórs, tefldi fram afar reynslumiklu byrjunarliði; þeir ellefu sem hófu leik hafa leikið samtals vel á þriðja þúsund meistaraflokksleiki á meðan Þór 2 liðið er skipað leikmönnum sem eru að, eða munu hefja sinn meistaraflokksferil á næstunni.
Var því viðbúið að yrði við ramman reip að draga og fór að lokum svo að KA vann 0-6 sigur. Eins og tölurnar gefa til kynna var sigur KA öruggur en engu að síður áttu okkar drengir flotta spretti í leiknum og fengu til að mynda nokkur góð tækifæri til að skora mörk en Steinþór Már Auðunsson, Stubbur, markvörður KA var vel á verði í markinu.
Gott innlegg í reynslubankann hjá 2.flokknum að máta sig við reynslumikið efstu deildar lið en næsti leikur Þór 2 í Kjarnafæðimótinu er gegn Völsungi þann 8.janúar næstkomandi í Boganum.
Smelltu hér til að skoða leikskýrsluna úr leiknum.
Byrjunarlið Þórs í leiknum (1-4-2-3-1)
Snorri Þór Stefánsson
Davíð Örn Aðalsteinsson - Pétur Orri Arnarson - Steinar Ingi Árnason - Björn Ísfeld Jónasson
Haukur Helgason (F) - Birkir Ingi Óskarsson
Bjarmi Már Eiríksson - Nökkvi Hjörvarsson - Ingimar Arnar Kristjánsson
Atli Þór Sindrason