Karfan er tóm.
- Deildir
- Fréttir & Greinar
- Fræðsla & Forvarnir
- Félagið
- Miðlar & Myndefni
- Ábending um heiðursmerki
- Þór TV
Þór hafði betur gegn Hamri-Þór
Hrefna byrjaði leikinn með látum og skoraði m.a. fjórar þriggja stiga körfur í fyrsta leikhluta.
Þór sótti sameinað lið Hamars-Þórs heim í 1. deild kvenna í körfubolta í leik sem fram fór í Þorlákshöfn. Fyrir leikinn var Þór í þriðja sætinu með 16 stig en Hamar-Þór í fimmta sætinu með 12 stig. Skemmst er frá því að segja að stelpurnar okkar lönduðu átta stiga sigri 71:79 en í hálfleik leiddi Þór með fimm stigum 56:61.
Segja má að Þór hafi lagt grunninn að sigrinum með kröftugri byrjun en liðið vann fyrsta leikhlutann með 12 stigum. Þar fór Hrefna mikinn og setti niður fjóra þrista og þá var Maddie einnig afar sterk.
Þór leiddi allan leikinn en í síðari hálfleik bitu heimakonur frá sér og leikurinn var lengst af í járnum og snemma í fjórða leikhluta munaði aðeins einu stigi á liðunum 64:65. En stelpurnar okkar reyndust sterkari á lokasprettinum og lönduðu sterkum átta stiga sigri 71:79.
Í liði Þórs var Maddie stigahæst með 25 stig 17 fráköst og 7 stoðsendingar og skammt undan kom Hrefna með 18 stig.
Hjá heimakonum var hin Bandaríska Jenna Christina stigahæst með 34 stig og sex fráköst.
Framlag leikmanna Þórs: Maddie Sutton 25/17/7, Hrefna 18/2/2, Eva Wium 14/5/3, Heiða Hlín 10/6/2, Rut Herner 6/5/4, Marín Lind 6/2/2. Þá kom Emma Karólína einnig við sögu og hún tók 2 fráköst.
Framlag leikmanna Hamars-Þórs: Jenna Christina 34/6/3, Emma Hrönn 14/8/3, Stefanía Ósk 14/6/5, Helga María 3/2/2, Gígja Rut 3/4/1 og Jóhanna Ýr 2/1/1.
Gangur leiks eftir leikhlutum: 19:31 / 14:10 (56:61) 23:20 / 15:18 =71:79
Með sigrinum er Þór nú í öðru sæti deildarinnar með 18 stig líkt og Snæfell sem á þó leik til góða á Þór.
Næsti leikur Þórs verður heimaleikur gegn Aþenu og fer sá leikur fram í íþróttahöllinni miðvikudagskvöld klukkan 19:15.
Áfram Þór alltaf, alls staðar