Karfan er tóm.
- Deildir
- Fréttir & Greinar
- Fræðsla & Forvarnir
- Félagið
- Miðlar & Myndefni
- Ábending um heiðursmerki
- Þór TV
Á morgun, miðvikudag tekur Þór á móti Aþenu/Leikni/UMFK í 1. deild kvenna í körfubolta í leik sem fram fer í íþróttahöllinni og hefst klukkan 19:15
Stelpurnar okkar hafa verið á mikilli siglingu undanfarið og situr liðið um þessar mundir í öðru sæti deildarinnar með 18 stig líkt og Snæfell.
Lið gestanna er í sjöunda sætinu með 8 stig, hefur spilað 11 leiki líkt og Þór, en Stjarnan trónir taplaust á toppi deildarinnar með fullt hús stiga.
Þór sem hefur aðeins tapað þremur leikjum í vetur hefur það sem af er vetrar og það sem meira er að liðið hefur unnið alla heimaleikina sem eru fimm talsins. Þá stöðu mun liðið verja með öllum ráðum og dáð enda á það ekki að vera auðsótt að leggja Þór á heimavelli.
Í síðustu umferð hafði Þór betur gegn Hamri-Þór þegar liðin mættust í Þorlákshöfn lokatölur 71:79. En í síðasta heimaleik hafði Þór öruggan 73:57 sigur gegn Snæfelli.
Aþena hefur unnið tvo síðustu leikina þ.e. gegn Breiðabliki b á heimavelli og KR á útivelli.
Í október mættust Þór og Aþena í leik sem fram fór í Austurbergi og þar höfðu okkar stelpur betur 73:100. Í þeim leik fór Maddie á kostum og skoraði 37 stig og tók 14 fráköst. Þá var Emma Karólína frábær og skoraði 25 stig og var með 8 fráköst. Best í liði Aþenu var Nerea Brajac með 27 stig.
Telja má víst að leikur Þórs og Aþenu verði jafn og spennandi, leikur sem engin ætti að láta fram hjá sér fara. Ennfremur bendum við á að þetta er síðasti leikur liðsins á árinu.
Þótt töluvert bil sé að milli liðanna á töflunni er vert að hafa í huga að Aþena er sýnd veiði en ekki gefin.
Skorum á stuðningsmenn til að fjölmenna á leikinn og styðja Þór til sigurs.
Leikurinn hefst klukkan 19:15. Miðaverð á leikinn er 2.000 krónur en frítt fyrir 16 ára og yngri.
Fyrir þá sem ekki komast á leikinn þá verður hann í beinu streymi á Þór TV
Áfram Þór alltaf, alls staðar