Karfan er tóm.
- Deildir
- Fréttir & Greinar
- Fræðsla & Forvarnir
- Félagið
- Miðlar & Myndefni
- Ábending um heiðursmerki
- Þór TV
Þrír leikmenn hafa yfirgefið herbúðir Þórs undanfarið; þetta eru þeir Harley Willard, Elvar Baldvinsson og Ásgeir Marínó Baldvinsson.
Elvar Baldvinsson kom til Þórs 2020 frá Völsungi en náði ekki að brjóta sér leið inn í liðið og var lánaður til baka bæði 2020 og 2021. Síðastliðið sumar var Elvar hins vegar byrjunarliðsmaður þar sem hann spilaði bæði miðvörð og bakvörð. Alls hefur Elvar spilað 28 leiki fyrir Þór í deild og bikar. Elvar er fluttur á Ísafjörð með kærustu sinni, við óskum þeim alls hins besta fyrir vestan!
Ásgeir Marínó Baldvinsson er með rætur á Akureyri og lék í yngri flokkum félagsins þar til hann færði sig í FH í 5.flokki. Hann kom aftur norður 2020 og spilaði þá með 2.- og meistaraflokki. Ásgeir spilaði 44 leiki í deild og bikar frá árinu 2020 í hinum ýmsu leikstöðum og skoraði 4 mörk. Ásgeir Marínó er fluttur erlendis til kærustu sinnar, við óskum þeim alls hins besta í framtíðinni!
Harley Willard kom til Þórs síðasta haust og var einn af bestu leikmönnum liðsins á liðnu tímabili. Hann er örvfættur hægri kantmaður sem skoraði 11 mörk í Lengjudeildinni í 22 leikjum. Harley vildi reyna fyrir sér á stærra sviði, við óskum honum alls hins besta í framtíðinni!