Mynd: Þórir Tryggva
Um síðustu helgi lauk tímabilinu í Bestu deild kvenna.
Á tímabilinu fengu tveir leikmenn úr yngri flokka starfi Þórs og KA eldskírn í efstu deild með Þór/KA. Angela Mary Helgadóttir lék níu leiki í deild og bikar og Krista Dís Kristinsdóttir tvo en báðar voru þær að klára 3.flokk í sumar.
Í leikmannahópi Þórs/KA í sumar voru 9 leikmenn sem enn eru á 2. og 3.flokks aldri.
María Catharina Ólafsdóttir Gros (2003)
Unnur Stefánsdóttir (2004) – Kom frá Grindavík
Jakobína Hjörvarsdóttir (2004)
Ísfold Marý Sigtryggsdóttir (2004)
Iðunn Rán Gunnarsdóttir (2005)
Kimberley Dóra Hjálmarsdóttir (2005)
Steingerður Snorradóttir (2005)
Angela Mary Helgadóttir (2006)
Krista Dís Kristinsdóttir (2006)
Við þetta má bæta að í Íslandsmeistaraliði Vals eru þrír leikmenn sem koma úr barna- og unglingastarfi Þórs og KA; þær Arna Sif Ásgrímsdóttir, Anna Rakel Pétursdóttir og Lillý Rut Hlynsdóttir.
Valur var langbesta lið deildarinnar og okkar kona, Arna Sif, var valin besti leikmaður deildarinnar.
Óskum öllum þessu öflugu fótboltakonum til hamingju með sína áfanga í sumar.