Karfan er tóm.
- Deildir
- Fréttir & Greinar
- Fræðsla & Forvarnir
- Félagið
- Miðlar & Myndefni
- Ábending um heiðursmerki
- Þór TV
3.flokkur kvenna B leikur til úrslita um Íslandsmeistaratitil og fer leikurinn fram á KA-velli klukkan 17:00 á sunnudag. Stelpurnar gerða góða ferð í Ólafsvík í vikunni þar sem þær lögðu sameinað lið Snæfellsnes í undanúrslitum 1-4.
Andstæðingar stelpnanna verður sterkt lið FH sem hafnaði í efsta sæti deildarinnar á meðan okkar stelpur höfnuðu í 2.sæti.
4.flokkur karla leikur til úrslita um Bikarmeistaratitil og fer leikurinn fram á Kópavogsvelli klukkan 13:00 á sunnudag þar sem andstæðingurinn er Breiðablik. Strákarnir tryggðu sér á dögunum Íslandsmeistaratitil og geta á sunnudag bætt einum bikar til viðbótar við uppskeru sumarsins.
Auk þessara úrslitaleikja verða önnur lið í 2. og 3.flokki einnig í eldlínunni en yfirlit yfir tímasetningar á öllum leikjum helgarinnar má sjá hér fyrir neðan.
Við hvetjum að sjálfsögðu alla til að fjölmenna á völlinn og hvetja okkar lið til sigurs í verkefnum helgarinnar.
Leikdagur | Tími | Mót | Völlur | Heimalið | Gestir |
Fös. 16.09.2022 | 17:00 | 3. flokkur karla A - Lota 3 | Miðgarður | Stjarnan | Þór |
Sun. 18.09.2022 | 13:00 | 4. flokkur karla bikar | Kópavogsvöllur | Breiðablik | Þór |
Sun. 18.09.2022 | 15:00 | 2. flokkur karla A | Boginn | Þór/Samherjar | ÍA/Kári/Skallag |
Sun. 18.09.2022 | 15:00 | 3. flokkur kvenna A - Lota 3 | KA-völlur | Þór/KA | Víkingur R. |
Sun. 18.09.2022 | 17:00 | 3. flokkur kvenna B-lið Ú | KA-völlur | Þór/KA | FH/ÍH |
Mán. 19.09.2022 | 20:00 | 2. flokkur kvenna B U20 | KA-völlur | Þór/KA/Völsungur | Tindastóll/Hvöt/Korm |