Karfan er tóm.
- Deildir
- Fréttir & Greinar
- Fræðsla & Forvarnir
- Félagið
- Miðlar & Myndefni
- Ábending um heiðursmerki
- Þór TV
Knattspyrnukeppni 35. Pollamótsins – eða Pollamóts Samskipa eins og það heitir þar sem Samskip hafa verið okkar stærsti samstarfsaðili við mótshaldið undanfarin ár – fór að mestu vel fram og lauk með úrslitaleikjum í flestum deildum síðdegis á laugardag. Því miður fylgja ýmis óhöpp svona mótum og leikmenn meiðast, og sendum við þeim þátttakendum sem lentu í slíku bestu batakveðjur.
Alls skráðu 67 lið sig til leiks á mótinu, sem er metþátttaka, en að okkar bestu vitun höfðu þátttökulið orðið flest 62 áður, árin 2015 og 2021. Fjöldi karlaliða var svipaður og undanfarin ár, en það voru konurnar sem áttu heiðurinn að þessari fjölgun. Þar höfðu liðin flest verið 18 árið 2019, en nú voru 25 lið með nokkuð á fjórða hundrað leikmönnum skráð í kvennadeildirnar, sem er met. Þátttakendur voru um 830 þegar upp var staðið, en vegna þreytu, meiðsla eða jafnvel metnaðar hjá sumum liðum bættu allmörg lið við sig leikmönnum á síðari mótsdeginum.
Keppt var í sjö aldursskiptum deildum, fjórum hjá körlunum og þremur hjá konunum.
Ljónynjudeild – 35+ | Dömudeild – 28+ | Skvísudeild – 20+ |
1. AFK | 1. FC Lola | 1. FC Guns |
2. KR old girls | 2. Dætur Þorpsins | 2. 225 |
3. Drottningar | 3. FC Rækjan | 3. Trunturnar |
Öðlingadeild – 50+ | Lávarðadeild – 42+ | Jarladeild – 35+ | Polladeild – 28+ |
1. Grótta | 1. Ginola | 1. KFF Masters | 1. Vinir Linta |
2. Umf. Óþokki | 2. Umf. Óþokki | 2. Allt annar flokkur | 2. SÚN FC |
3. KR | 3. Lion KK | 3. FC Samba Legends | 3. Fasteignafélagið |