11 Þórsarar í landsliðsúrtaki í pílukasti

Landsliðsúrtakshópur fyrir næsta verkefni landsliðsins í pílukast hefur verið birtur.
 
Píludeild Þórs á 7 karla og 4 konur í hópnum sem mun æfa á næstu mánuðum saman og svo í framhaldi verður landslið valið sem tekur þátt í WDF World Cup 2025 í Suður-Kóreu síðar á árinu.  
 

Karlar: Valþór Atli Birgisson, Viðar Valdimarsson, Óskar Jónasson, Edgars Kede Kedza, Ágúst Örn Vilbergsson, Garðar Gísli Þórisson og Sigurður Brynjar Þórisson.

Konur: Ólöf Heiða Óskarsdóttir, Dóra Óskarsdóttir, Kolbrún Gíga Einarsdóttir og Sunna Valdimarsdóttir

Smelltu hér til að sjá hópana í heild sinni.

Við óskum okkar fólki til hamingju með valið og góðs gengis.