Karfan er tóm.
- Deildir
- Fréttir & Greinar
- Fræðsla & Forvarnir
- Félagið
- Miðlar & Myndefni
- Ábending um heiðursmerki
- Þór TV
Íþróttabandalag Akureyrar fagnar 80 ára afmæli sínu 20. desember næstkomandi. Af því tilefni hyggst bandalagið slá upp íþróttahátíð í Boganum laugardaginn 7.desember.
Hátíðin verður sett með stuttu ávarpi formanns ÍBA klukkan 13:00 en hátíðin sjálf stendur til 17:00.
Innan vébanda ÍBA eru tuttugu íþróttafélög og munu flest þeirra vera á staðnum og kynna starfsemi sína og leyfa gestum og gangandi að prufa hinar ýmsu íþróttagreinar en innan aðildarfélaga ÍBA eru hátt í 50 íþróttagreinar. Auk þess koma góðir gestir sem munu halda uppi fjörinu og boðið verður upp á léttar veitingar fyrir gesti.
Þennan sama dag á Íþróttafélagið Akur, sem er eitt af aðildarfélögum ÍBA, einmitt líka stórafmæli en félagið fagnar 50 ára afmæli sínu þennan dag og verður því fagnað sérstaklega á hátíðinni.
Dagskrána má sjá hér til hliðar.